Málstofa um Frédéric Bastiat

Hagfræðirannsóknastofnun Bandaríkjanna, American Institute of Economic Research, hélt málstofu í Hlíðarsmára 19 í Kópavogi laugardaginn 7. september kl. 17–19. Þar töluðu prófessor Edward Stringham og einn sérfræðingur stofnunarinnar, Brad DeVos, um AIER og um franska rithöfundinn Frédéric Bastiat, sem uppi var á nítjándu öld, en hann er einn orðsnjallasti talsmaður viðskiptafrelsis fyrr og síðar, eins […]

Lesa meira

Daniel Hannan: Ísland á samleið með Bretlandi

Ljósm. Kristinn Magnússon.   Daniel Hannan, ritari Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna, ACRE, og leiðtogi breskra íhaldsmanna á Evrópuþinginu, var aðalræðumaður á ráðstefnu íslenskra frjálshyggjustúdenta, Students for Liberty Iceland, og Hagfræðirannsóknastofnunar Bandaríkjanna, American Institute of Economic Research, um „Frelsi og framtíð“, sem haldin var í Salnum í Kópavogi síðdegis 6. september 2019. Hannan kvað Ísland og […]

Lesa meira

Fjármálakreppan 2008 og framvindan síðan

RNH studdi ráðstefnu Students for Liberty Iceland og American Institute for Economic Research í Reykjavík 6. september. Í tengslum við hana komu margir fyrirlesarar til landsins, þar á meðal hagfræðiprófessorinn Edward Stringham og fjármálafræðingurinn Peter C. Earle frá Bandaríkjunum. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands notaði tækifærið og hélt málstofu að morgni 6. september með Stringham og Earle […]

Lesa meira

Hannes: Viðskipti árangursríkari en bönn

Besta ráðið gegn umhverfisspjöllum felst í frjálsum viðskiptum og skilgreiningu eignarréttar á náttúruauðlindum, ekki í bönnum eins og til dæmis við notkun DDT eða hvalveiðum eða verslun með fílabein, sagði dr. Hannes H. Gissurarson prófessor í fyrirlestri 21. ágúst á málstofu um umhverfisvernd í Sumarháskólanum í stjórnmálafræði í Aix-en-Provence. Hannes kvað alþjóðlegt bann við notkun […]

Lesa meira