Ráðstefna 14. júní til heiðurs Ragnari

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands, RNH og nokkrir aðrir aðilar halda alþjóðlega ráðstefnu undir yfirskriftinni „Offshore Fisheries of the World: Towards a Sustainable and Profitable System“ til heiðurs Ragnari Árnasyni, prófessor í fiskihagfræði, sjötugum. Verður hún í hátíðasal Háskóla Íslands föstudaginn 14. júní kl. 16–18. Að ráðstefnunni lokinni verður móttaka á Litla torgi í Hámu kl. 18–19. Ragnar hefur áratugum saman verið einn af kunnustu og virtustu auðlindahagfræðingum heims og margoft verið vitnað til verka hans á alþjóðlegum vettvangi. Á ráðstefnunni flytja erindi nokkrir heimsþekktir fiskihagfræðingar.

  • 16:00–16:05 Setningarávarp. Jón Atli Benediktsson háskólarektor
  • 16:05–16:25 Próf. Trond Bjorndal: The Northeast Atlantic and Mediterranean Bluefin Tuna Fishery: Stock Collapse or Recovery?
  • 16:25–16:45 Próf. Rögnvaldur Hannesson: Stock Crash and Stock Resilience: The Norwegian Spring Spawning Herring
  • 16:45–17:05 Próf. Gordon Munro: ITQs, Other Rights Based Fisheries Management Schemes, and the New Frontier
  • 17:05–17:25, Próf. James Wilen: Problems and Prospects for Artisanal Fisheries Reform
  • 17:25–17:30, Próf. Corbett Grainger: Critical Comments
  • 17:30–17:45 Spurningar og svör
  • 17:45–17:50 Lokaorð. Próf. Ragnar Árnason
  • 17:50–19:00 Móttaka á Litla Torgi í Hámu

Fundarstjóri verður dr. Birgir Þór Runólfsson hagfræðidósent. Háskólaútgáfan gefur út afmælisrit fyrir Ragnar, sem nefnist Fish, Wealth and Welfare, og gefst áhugamönnum kostur á að skrá sig á Tabula Gratulatoria hér. Eru þar endurprentaðar tíu kunnustu vísindaritgerðir Ragnars. Kostar ritið 6.990 kr. og kemur út haustið 2019. Í afmælisnefnd Félagsvísindasviðs og ritnefnd afmælisritsins sitja Trond Bjorndal (formaður), Birgir Þór Runólfsson, próf. Hannes H. Gissurarson og próf. Þráinn Eggertsson. Einnig gefur Háskólaútgáfan út fyrirlestrana á þessari ráðstefnu undir sama heiti og ráðstefnan ásamt fyrirlestrum á fyrri ráðstefnum RNH um auðlindanýtingu og fyrirkomulag fiskveiða, 6. október 2012, 14. október 2013, 29. október 2013 og 29. ágúst 2016.

Háskólinn og RNH kosta ráðstefnuna, en SFS, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, og Seðlabankinn leggja útgáfu ráðstefnuritsins lið. Þátttaka RNH í ráðstefnunni er liður í samstarfsverkefni með ACRE um „blágrænan kapítalisma fyrir Evrópu“. Ragnar var um árabil deildarforseti hagfræðideildar og stjórnarformaður Hagfræðistofnunar. Hann er formaður rannsóknarráðs RNH og sat um skeið í bankaráði Seðlabankans. RNH hyggst síðan efna til frelsiskvöldverðar haustið 2019, þar sem Ragnar verður aðalræðumaður, en áður hafa meðal annarra dr. Tom Palmer og Davíð Oddsson verið aðalræðumenn í frelsiskvöldverðum.

Hannesson slides

Munro slides