Sögulegt gildi griðasáttmálans

RNH sinnir samstarfsverkefni með AECR, Evrópusamtökum íhaldsmanna og umbótasinna, um „Evrópu fórnarlambanna“. Nú í ár notaði RNH tækifærið á minningardegi fórnarlambanna og gaf Þjóðarbókhlöðunni ýmsar bækur í tengslum við þetta samstarfsverkefni, þar á meðal tveggja binda skýrslu rannsóknarnefndar í Eistlandi á framferði kommúnista og nasista allt frá hernámi Eistlands sumarið 1940, tveggja binda verk danska sagnfræðingsins prófessor Bents Jensens um Danmörku í kalda stríðinu og ævisögur Tékkans Ottos Katz (öðru nafni André Simone), Þjóðverjans Willis Münzenbergs og Danans Arnes Munch-Petersens, sem allir komu nokkuð við sögu íslenskra kommúnista og létu allir lífið fyrir málstaðinn, en Katz var hengdur eftir sýndarréttarhöld í Prag, Münzenberg myrtur af flugumönnum Stalíns í frönskum skógi og Munch-Petersen látinn sæta óblíðri meðferð í rússnesku fangelsi með þeim afleiðingum, að hann lést. Á minningardegi fórnarlambanna birti prófessor Hannes H. Gissurarson einnig grein í Morgunblaðinu, 23. ágúst 2014, um „Sögulegt gildi griðasáttmálans“. Lýsti hann þar framferði Hitlers og Stalíns í Póllandi og Eystrasaltslöndunum, skipulagðri útrýmingu gyðinga, brottflutningi fólks, handtökum og aftökum:

HHG.Mbl_.23.08.2014