Þú ert aÐ skoða allar greinar í flokknum Mánuður: April 2015

270 milljarða tap af glópsku og fólsku

Sex skýr dæmi má nefna um óþarft stórtap hinna föllnu íslensku banka, sagði dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í fyrirlestri á vorráðstefnu Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands þriðjudaginn 21. apríl 2015. Tvö þeirra voru í Noregi og Finnlandi, en seðlabankar beggja landa neituðu dótturfélögum íslenskra banka um fyrirgreiðslu ólíkt seðlabanka Svíþjóðar, jafnvel þótt um norsk og finnsk […]

Lesa meira

Margt að læra af þremur meisturum liðinnar aldar

Á ársfundi Evrópusamtaka frjálslyndra stúdenta í Berlín 10.–12. apríl 2015 var Hannes H. Gissurarson prófessor, forstöðumaður rannsókna RNH, einn fyrirlesara. Bar fyrirlestur hans titilinn „Minningabrot um þrjá meistara okkar daga: Hayek, Popper og Hayek“. Hannes rifjaði upp, að hann hitti fyrst ensk-austurríska hagfræðinginn Friedrich von Hayek í apríl 1980, þegar hinn aldni Nóbelsverðlaunhafi heimsótti Ísland. Næstu árin […]

Lesa meira

Svíum fórst best við Íslendinga

Prófessor Hannes H. Gissurarson, forstöðumaður rannsókna RNH, flutti erindi á málstofu að morgni fimmtudagsins 9. apríl hjá Ratio-stofnuninni í Stokkhólmi. Var erindið um samskipti Svía og Íslendinga frá öndverðu, en sérstaklega í bankahruninu 2008. Hannes rifjaði upp, að Ísland var í konungssambandi við Svíþjóð, en hvorki Noreg eða Danmörku, árin 1355–1364, í tíð Magnúsar smeks, […]

Lesa meira