Þriðjudagskvöldið 23. janúar 2018 rabbar dr. Tom Palmer við áhugafólk um Bandaríkin, Trump og framtíð frelsisins í Petersen-svítunni í Gamla Bíói, Ingólfsstræti 2A. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og er á vegum Frjálshyggjufélagsins með stuðningi RNH. Eftir framsöguerindi Palmers eru spurningar og umræður.
Palmer er einn kunnasti og mælskasti frjálshyggjuhugsuður Bandaríkjanna og forstöðumaður alþjóðasviðs Atlas Network í Washington-borg, en þau eru regnhlífarsamtök rannsóknarstofnana um heim allan, sem leita sjálfsprottinna lausna í stað valdboðinna. Hann er einnig rannsóknarfélagi í Cato Institute.
Palmer lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla, er mikill Íslandsvinur og mörgum hér að góðu kunnur. Hann hefur gefið út fjölda bóka um stjórnmál og heimspeki. Stuðningur RNH við fundinn með honum er liður í samstarfsverkefni við ACRE, Evrópusamtök íhaldsmanna og umbótasinna, um „Evrópu, Ísland og framtíð kapítalismans“.