Strandveiðar, oft með handfærum, eru mikilvægar, en erfiðlegar hefur gengið að stjórna þeim en úthafsveiðum og þess vegna er enn mikil sóun í þeim, segir James Wilen, prófessor emeritus í fiskihagfræði í Kaliforníuháskóla í Davis, í viðtali við Morgunblaðið 18. júní 2019. Kerfi framseljanlegra aflakvóta hefði reynst mjög vel í úthafsveiðum, en líklega væru einhvers konar staðbundin (TURF=Territorial Use Rights in Fisheries) réttindi eða hópbundin raunhæfari í strandveiðum, sérstaklega í fátækum löndum. Stjórnin þyrfti að koma neðan að, ekki ofan frá. Wilen flutti fyrirlestur á ráðstefnu, sem Félagsvísindasvið Háskóla Íslands hélt til heiðurs Ragnari Árnasyni prófessor 14. júní 2019.