Í umhverfismálum ber að gera greinarmun á nýtingarstefnu (wise use environmentalism) og umhverfistrúarstefnu (ecofundamentalism). Nýtingarsinnar vilja hreint og óspillt umhverfi, en um leið skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda mannkyni til hagsbóta. Umhverfistrúarmenn halda því fram, að „náttúran“ sé manninum æðri, og krefjast friðunar (preservation) frekar en verndunar (conservation). Þetta sagði dr. Hannes H. Gissurarson prófessor, rannsóknastjóri RNH, […]
Þú ert aÐ skoða allar greinar í flokknum Uncategorized
Hannes: Því studdu menntamenn alræði?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson -Tuttugasta öldin var best allra tíma, og hún var verst allra tíma, sagði dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, rannsóknastjóri RNH, í erindi í Háskóla Íslands 26. apríl. Hún var öld hagsældar og framfara, en um leið fjöldamorða alræðissinna, nasista og kommúnista. Talið er, að um 120–125 milljónir manna hafi týnt lífi af völdum alræðisstefnunnar á […]
Tszwai So fær fyrstu verðlaun í samkeppni Evrópuvettvangsins
Hannes Hólmsteinn Gissurarson -Hönnuðurinn Tszwai So frá Spheron Architects á Bretlandi hlaut fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni Evrópuvettvangs um minningu og samvisku, en hún var um besta hugmyndina að minnisvarða um fórnarlömb alræðis í Evrópu, sem fyrirhugað er að reisa á Jean Rey-torgi í miðri Brüssel-borg. Niðurstöður dómnefndar voru kynntar á fundi Evrópuvettvangsins í Brüssel 24. apríl 2018, og […]
Alræði í Evrópu: Þrjár rannsóknir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson -Rannsóknastjóri RNH, dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, flytur erindi á fundi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála fimmtudaginn 26. apríl 2018 kl. 17 í Háskóla Íslands, Háskólatorgi, stofu 101 (Ingjaldsstofu). Fundarefnið er „Alræði í Evrópu: Þrjár rannsóknir“, en rit með því heiti er nýkomið út eftir Hannes á ensku, Totalitarianism in Europe: Three Case Studies, og gefur […]