Þú ert aÐ skoða allar greinar í flokknum Uncategorized

Gleymum aldrei fórnarlömbunum

Prófessor Hannes H. Gissurarson flutti erindi á ársfundi Evrópuvettvangs um minningu og samvisku, Platform of European Memory and Conscience, sem haldinn var í ráðhúsinu í Wroclaw í Póllandi 17.–18. nóvember 2015. Lýsti hann samstarfsverkefni RNH og AECR, Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna, um „Evrópu fórnarlambanna“. Einn mikilvægasti liðurinn í því verkefni er að gera bækur, sem komu á sínum […]

Lesa meira

Fjörugur fundur um valdatíð Davíðs

Þeir Hannes H. Gissurarson prófessor, Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra Vinstri-grænna, og Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skiptust á skoðunum um valdatíð Davíðs Oddssonar á fundi Politica, félags stjórnmálafræðinema í Háskóla Íslands, fimmtudagskvöldið 12. nóvember. Troðfullt var í stórum fundarsal, og komust færri að en vildu. Hannes benti á, að Davíð […]

Lesa meira

Frelsi á Íslandi 930-2015

Hannes H. Gissurarson prófessor heldur fyrirlestur á svæðisráðstefnu Evrópusamtaka frjálshyggjustúdenta, European Students for Liberty, í Sofia í Búlgaríu laugardaginn 17. október kl. 12–13. Nefnist fyrirlesturinn „Frelsi á Íslandi 930–2015“. Þar heldur Hannes því fram, að lögmál hagfræðinnar hljóti að gilda í litlum löndum alveg eins og stórum, ella séu þau ekki gild lögmál. Nota megi hagfræðina til […]

Lesa meira

Íslandssaga og ævisögur á málstofu í Reykjavík

RNH er hinn íslenski samstarfsaðili pólska rannsóknarsetursins Minningar og framtíðar í Wroclaw, sem sinnir rannsóknarverkefni um munnlega sögu af tengslum Íslendinga og Pólverja, einkum hin síðari ár. Haldinn var vinnufundur í Reykjavík 17.–27. ágúst 2015, þar sem pólskir fræðimenn og háskólanemar tóku viðtöl við Pólverja á Íslandi, heimsóttu deild munnlegrar sögu á Þjóðarbókhlöðunni og hlustuðu einnig á tvo íslenska […]

Lesa meira