Rannsóknasetur í stjórnmálum og efnahagsmálum starfar innan Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Tilgangur þess er að stunda rannsóknir á sviði stjórnmála og efnahagsmála og miðla upplýsingum um þær.
Meðal rannsóknarefna stofnunarinnar hafa verið „Áhrif skattalækkana á hagvöxt og lífskjör“ 2007–2010, „Umhverfisvernd, eignaréttindi og auðlindanýting“ 2009–2014 og „Erlendir áhrifaþættir bankahrunsins 2008“ 2013–2015. Forstöðumaður er dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði.