Kappræður um sósíalisma

Ingvar Smári Birgisson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, og Hreindís Ylva Garðarsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna, eiga kappræður um sósíalisma föstudaginn 26. október kl. 18:30–20:30 í félagsheimili Framsóknarflokksins að Hverfisgötu 33. Fundarstjóri er Karítas Ríkharðsdóttir, gjaldkeri Sambands ungra framsóknarmanna. RNH vekur athygli á þessum tímabæra viðburði, sem haldinn er á vegum Samtaka frjálslyndra framhaldsskólanema og studdur […]

Lesa meira

800 manna stúdentaráðstefna í Pálsborg postula

Velgengni Norðurlanda er ekki að þakka jafnaðarstefnu, heldur viðskiptafrelsi, réttaröryggi og samheldni í krafti samleitni, sagði dr. Hannes H. Gissurarson, rannsóknastjóri RNH, á fjölmennri ráðstefnu frjálslyndra stúdenta í Brasilíu, Libertycon, 12.–13. október 2018 í Pálsborg postula, São Paulo. Á meðal annarra fyrirlesara voru brasilískir fræðimenn, prófessorarnir Adriano Gianturco og Bruno Garschagen, Bruno Bodart dómari og […]

Lesa meira

Þing Mont Pèlerin samtakanna á Stóru hundaeyju

Tveir Íslendingar sóttu aðalfund Mont Pèlerin samtakanna á Stóru hundaeyju (Gran Canarias) dagana 30. september til 5. október, dr. Hannes H. Gissurarson prófessor, rannsóknastjóri RNH, og Gísli Hauksson fjárfestir, formaður stjórnar RNH. Mont Pèlerin samtökin voru stofnuð í Sviss 1947 til að gera frjálslyndum fræðimönnum og öðrum áhugamönnum um frelsið kleift að bera reglulega saman […]

Lesa meira

Deilur um efnahagsumbæturnar 1991–2004

Jón Sigurðsson. Málverk Þórarins B. Þorlákssonar (föðurbróður Jóns Þorlákssonar). Rannsóknastjóri RNH, Hannes H. Gissurarson prófessor, birti árið 2017 tvær ritgerðir í bandaríska tímaritinu Econ Journal Watch í ritröð þess um frjálshyggju í ýmsum löndum. Fyrri ritgerðin var um sögu frjálshyggjunnar á Íslandi fram á ofanverða tuttugustu öld, og þar ræddi Hannes um hagfræðiskrif Jóns Sigurðssonar […]

Lesa meira