Bjarni tekur við skýrslunni um bankahrunið úr hendi Hannesar Hólmsteins. Ljósm. Haraldur Guðjónsson, Viðskiptablaðið. Rannsóknastjóri RNH, dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, afhenti Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra 25. september 2008 skýrslu þá, sem hann hefur unnið á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins 2008. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru, að Bretar hafi beitt hryðjuverkalögum gegn Íslendingum […]
Fjölmennt og fjörugt hjá frjálshyggjustúdentum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson -Rösklega hundrað manns sóttu svæðisþing Evrópusamtaka frjálslyndra stúdenta, European Students for Liberty, og Samtaka frjálslynda framhaldsskólanema laugardaginn 22. september 2018 á Grand Hotel. Þau Magnús Örn Gunnarsson, Marta Stefánsdóttir og Sigurvin Jarl Ármannsson sáu aðallega um skipulagningu þingsins, sem hátt í þrjátíu erlendir stúdentar sóttu. Vera Kítsanova frá Rússlandi segir frá. Dagskráin var fjölbreytt. Fyrir […]
Ragnar fyrirlesari á alþjóðlegri ráðstefnu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson -Prófessor Ragnar Árnason, formaður Rannsóknaráðs RNH, er einn af aðalræðumönnum á alþjóðlegri ráðstefnu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, og Sjávarútvegsráðuneytis Kóreu í borginni Yeosu syðst á Kóreuskaga 10.–14. september 2018. Meginstef ráðstefnunnar er „Afnot og afnotaréttur í fiskveiðum 2018“ (Tenure and User Rights in Fisheries 2018). Fyrirlestur Ragnars nefnist „Úr opnum aðgangi í takmarkaðan […]
Hannes: Kúgunin eðlislæg kommúnismanum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson -Rannsóknastjóri RNH, dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, var einn ræðumanna á alþjóðlegri ráðstefnu um kommúnisma, sem Stofnun sögulegra minninga í Eistlandi hélt í Tallinn 23. ágúst 2018. Var þátttaka Hannesar í ráðstefnunni liður í samstarfsverkefni RNH og ACRE, Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna, um „Evrópu fórnarlambanna“. Í tölu sinni kvað Hannes það enga tilviljun, heldur eðlislægt […]