Þriðjudagskvöldið 23. janúar 2018 rabbar dr. Tom Palmer við áhugafólk um Bandaríkin, Trump og framtíð frelsisins í Petersen-svítunni í Gamla Bíói, Ingólfsstræti 2A. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og er á vegum Frjálshyggjufélagsins með stuðningi RNH. Eftir framsöguerindi Palmers eru spurningar og umræður. Palmer er einn kunnasti og mælskasti frjálshyggjuhugsuður Bandaríkjanna og forstöðumaður alþjóðasviðs Atlas Network […]
Störf Davíðs í Seðlabankanum
Hannes Hólmsteinn Gissurarson -Eyþór Arnalds athafnamaður ræðir við afmælisbarnið í móttöku Árvakurs. Ljósm. Eggert Jóhannesson. Rannsóknastjóri RNH, dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, birti grein í Morgunblaðinu á sjötugsafmæli Davíðs Oddssonar 17. janúar 2018, og var hún um ár Davíðs í Seðlabankanum 2005–2009, en sjálfur sat Hannes í bankaráði 2001–2009. Í forsætisráðherratíð Davíðs 1991–2004 jókst atvinnufrelsi á Íslandi verulega, […]
Líftaug landsins
Hannes Hólmsteinn Gissurarson -Ragnheiður Kristjánsdóttir, Sumarliði Ísleifsson og Helgi Þorláksson færa forseta Íslands eintak af verkinu. Rannsóknastjóri RNH, dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, var einn framsögumanna á málþingiSagnfræðistofnunar í Háskóla Íslands þriðjudaginn 16. janúar 2018 síðdegis um nýútkomna tveggja binda bók um utanríkisverslun Íslands, Líftaug landsins. Ræddi einn fræðimaður við hvern bókarhöfund: Orri Vésteinsson fornleifafræðingur við Helga Þorláksson, […]
Leiðtoganámskeið frjálslyndra framhaldsskólanema
Hannes Hólmsteinn Gissurarson -Rannsóknastjóri RNH, dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, flutti erindi um frjálshyggju á leiðtoganámskeiði Evrópusamtaka frjálslyndra stúdenta, European Students for Liberty, fyrir nemendur í íslenskum framhaldsskólum og háskólum laugardaginn 13. janúar 2018 í Kópavogi. Sáu þeir Sigurvin Jarl Ármannsson og Magnús Örn Gunnarsson um að skipuleggja námskeiðið, en þar leiðbeindu einnig Gísli Freyr Valdórsson almannatengill og […]