Friedman: Mánudag 2. október kl. 16

Prófessor David D. Friedman flytur erindi á ráðstefnu European Students for Liberty og Samtaka frjálslyndra framhaldsskólanema í Háskólanum í Reykjavík, stofu V101, laugardaginn 30. september kl. 15–16. En hann mun líka tala á sameiginlegri málstofu hagfræðideildar, lagadeildar og heimspeki- og sagnfræðideildar Háskóla Íslands, stofu Odda 202, mánudaginn 2. október kl. 16–17. Þar mun prófessor Jesse […]

Lesa meira

David Friedman á stúdentaráðstefnu

Margt kunnra ræðumanna verður á ráðstefnu Evrópusamtaka frjálslyndra stúdenta og Samtaka frjálslyndra framhaldsskólanema á Íslandi laugardaginn 30. september. Þar á meðal er prófessor David D. Friedman. Hann er sonur hins áhrifamikla hagfræðings Miltons Friedmans, en sjálfur kunnur fyrir róttæka markaðshyggju. Kallar David Friedman sig anarkó-kapítalista, því að hann telur einstaklinga geta með frjálsum viðskiptum leyst […]

Lesa meira

Yeonmi Park: Gleymið ekki Norður-Kóreu

Yeonmi, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Jónas Sigurgeirsson útgefandi. Ljósm.: visir.is Anton Brink Yeonmi Park, höfundur bókarinnar Með lífið að veði,flutti erindi um lífið í Norður-Kóreu fyrir troðfullum hátíðasal Háskóla Íslands föstudaginn 25. ágúst. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra kynnti Yeonmi, en bók hennar hefur verið á metsölulistum á Íslandi og víðar mánuðum saman. Hún kvað erfitt að […]

Lesa meira

Föstudagur 25. ágúst: Yeonmi Park

RNH heldur ásamt Almenna bókafélaginu og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fund í hátíðasal Háskóla Íslands í hádeginu föstudaginn 25. ágúst, þar sem Yeonmi Park, höfundur bókarinnar Með lífið að veði, segir frá lífi sínu í Norður-Kóreu, síðasta kommúnistaríkinu. Park er aðeins 24 ára, en hún flúði fyrir tíu árum frá Norður-Kóreu með móður sinni. Bók hennar hefur […]

Lesa meira