Þú ert aÐ skoða allar greinar í flokknum Mánuður: August 2020

Tvær úthlutunarreglur: Aflareynsla eða uppboð?

RNH stendur ásamt öðrum að ráðstefnu í fundarsal Þjóðminjasafnsins mánudaginn 29. ágúst kl. 14 til 17 um efni, sem mjög er rætt um á Íslandi þessa dagana: Tvær ólíkar leiðir til að úthluta aflaheimildum, aflareynslu (og síðan frjálsum viðskiptum með aflaheimildirnar) annars vegar og uppboði á vegum ríkisins hins vegar. Gary Libecap, prófessor í hagfræði […]

Lesa meira

Samkoma vegna Eystrasaltsbóka

Davíð Oddsson talar í Ráðherrabústaðnum að kvöldi 26. ágúst 1991. Aðrir frá v.: Algirdas Saudargas, Lennart Meri og Friðrik Sophusson. Almenna bókafélagið býður ásamt ræðismönnum Eystrasaltsríkjanna þriggja á Íslandi til samkomu og útgáfuhófs föstudaginn 26. ágúst 2016 kl. 17–19 í Litlatorgi í Háskóla Íslands. Þann dag eru endurútgefnar tvær bækur um sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsríkjanna, sem komu […]

Lesa meira

AB fær frelsisverðlaun

Jón Þorláksson forsætisráðherra horfir með velþóknun á verðlaunahafana og formann SUS í Valhöll 21. ágúst 2016. Almenna bókafélagið, sem starfar með RNH, fékk árið 2016 frelsisverðlaun Kjartans Gunnarssonar, sem Samband ungra sjálfstæðismanna veitir og kennir við Kjartan Gunnarsson, lögfræðing og fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, sem hefur löngum verið einn ötulasti baráttumaðurinn fyrir frelsi á Íslandi. Jónas […]

Lesa meira

Úr borgarastríði í Gúlag

Hinn 17. júlí 2016 voru 80 ár liðin frá því, að spænska borgarastríðið skall á, þegar þjóðernissinnaðir herforingjar undir forystu Franciscos Francos gerðu uppreisn gegn hinu unga spænska lýðveldi. Af því tilefni gaf Almenna bókafélagið út aftur bókina El Campesino – Bóndann eftir Valentín González og Julián Gorkin. Er hún aðgengileg á Netinu og einnig […]

Lesa meira