Fjármálakreppan 2008 og framvindan síðan

RNH studdi ráðstefnu Students for Liberty Iceland og American Institute for Economic Research í Reykjavík 6. september. Í tengslum við hana komu margir fyrirlesarar til landsins, þar á meðal hagfræðiprófessorinn Edward Stringham og fjármálafræðingurinn Peter C. Earle frá Bandaríkjunum. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands notaði tækifærið og hélt málstofu að morgni 6. september með Stringham og Earle um fjármálakreppuna 2008 og framvinduna síðan. Þar hélt Stringham því fram, eins og margir aðrir fræðimenn, að rætur kreppunnar lægju í ódýrum og áhættusömum húsnæðislánum annars vegar og lágvaxtastefnu bandaríska seðlabankans hins vegar. Hann kvað ekkert óeðlilegt við það, að fjármálastofnanir reyndu að minnka áhættu sína með skuldatryggingum og afleiðum. Dr. Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, stjórnaði málstofunni.

Þátttaka RNH í komu Stringhams og félaga hans og í fundum og málstofum með þeim á Íslandi var liður í samstarfsverkefni við ACRE, Alliance of Conservatives and Reformists in Europe, um „blágrænan kapítalisma“.