Fjölmenni á Frjálsa sumarskólanum

Fjölmenni sótti Frjálsa sumarskólann, sem ESFL, European Students for Liberty, og SFF, Samtök frjálslyndra framhaldsskólanema, héldu í Reykjavík 28. júlí 2018. Einar Freyr Bergsson, formaður SFF, setti skólann um morguninn, en síðan töluðu Óli Björn Kárason þingmaður um uppruna frjálslyndisstefnunnar og Davíð Þorláksson lögfræðingur um eðlilegt hlutverk ríkisins. Síðdegis töluðu Sigríður Andersen dómsmálaráðherra um rökin fyrir víðtæku tjáningarfrelsi, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, sálfræðingur og varaborgarfulltrúi, um afglæpavæðingu fíkniefna, og Brynjar Níelsson þingmaður um hlutverk fjölmiðla. Hagfræðingurinn Jeffrey Miron, prófessor í Harvard-háskóla og kennslustjóri skólans í hagfræði, flutti loks erindi um undirstöðuatriði frjálshyggju, en hann er höfundur fjögurra bóka um það efni. Var gerður góður rómur að máli Mirons. Um kvöldið hittust nemendur Sumarskólans yfir kvöldverði og skemmtu sér hið besta.

Stuðningur RNH við Frjálsa sumarskólann er liður í samstarfsverkefni þess við ACRE, Alliance of Conservatives and Reformists in Europe, um „Evrópu, Ísland og framtíð kapítalismans“. ESFL heldur 22. september svæðisþing í Reykjavík í samstarfi við SFF, og hefur þetta myndband verið gert til kynningar: