Málstofa um almannavalsfræði í Petrópolis

Frá v.: Daniela Becker, Hermilio dos Santos Filhos, João Espada, Yaron Brook, Leonidas Zelmanovitz, Gabriel Gimenez-Roche, Flavia Vera, Jorge Monteiro, Hannes H. Gissurarson, Cesar Santolin, Giacomo Neto, Jairo Procianoy, André Alvez, Gabriel Calzada og Randy Simmons. Sitjandi frá v.: Carlos Julio og Andre Loiferman.

Frá v.: Daniela Becker, Hermilio dos Santos Filhos, João Espada, Yaron Brook, Leonidas Zelmanovitz, Gabriel Gimenez-Roche, Flavia Vera, Jorge Monteiro, Hannes H. Gissurarson, Cesar Santolin, Giacomo Neto, Jairo Procianoy, André Alvez, Gabriel Calzada og Randy Simmons. Sitjandi frá v.: Carlos Julio og Andre Loiferman.

Hannes H. Gissurarson prófessor, sem situr í rannsóknarráði RNH og er ritstjóri rannsóknarverka setursins, sótti 4.–7. apríl málstofu um almannavalsfræði (public choice) í Petrópolis í Rio de Janeiro-fylki í Brasilíu. Bandaríski sjóðurinn Liberty Fund hélt málstofuna, en umræðuefnið var bók eftir hagfræðinginn Randy T. Simmons, prófessor í ríkisháskólanum í UtahBeyond Politics eða Meira en stjórnmál. Þar gerir höfundur skilmerkilega grein fyrir hagfræðilegri greiningu á stjórnmálum og nýtingarmöguleikum hennar. Ekki stoði að gera ráð fyrir upplýstum og óeigingjörnum mönnum í stjórnmálum, en skammsýnum og eigingjörnum í viðskiptum. Nota beri sama líkan af manninum á þessum tveimur sviðum mannlífsins. Bera verði saman ólíkar lausnir mála, skattlagningu og verðlagningu, valdboð og viðskipti. Prófessor Simmons stjórnaði sjálfur umræðum, en meðal annarra gesta á málstofunni voru dr. Yaron Brook frá Ayn Rand Institute í Kaliforníu, prófessor João Carlos Espada, Kaþólska háskólanum í Portúgal í Lissabon, og prófessor emeritus Jorge Vianna Monteiro, PUC-Rio (Pontifícia Universidade Católica do Rio de Janeiro).