Norberg bjartsýnn um framtíðina: Mánudag 23. október kl. 17

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála í Háskóla Íslands heldur í samstarfi við Almenna bókafélagið fund í stofu N-132 í Öskju, náttúruvísindahúsi Háskóla Íslands, mánudaginn 23. október kl. 17–18, sem RNH vill vekja athygli á. Frummælandi er hinn heimskunni sænski sagnfræðingur og sjónvarpsmaður Johan Norberg, sem kynnir bók sína, Framfarir: Tíu ástæður til að taka framtíðinni fagnandi, sem er að koma út í íslenskri þýðingu Elínar Guðmundsdóttur. Norberg telur, að stóru fréttirnar séu ekki alltaf sagðar, að fátækt sé að minnka, lífslíkur að aukast, heilsufar að batna, stríðum að fækka, ofbeldi að hörfa, hópar, sem hafa átt undir högg að sækja, eins og konur og samkynhneigðir, að njóta sín betur. Fundarstjóri er Stefanía Óskarsdóttir dósent og umsegjandi Þorbjörn Þórðarson fréttamaður, en síðan taka við frjálsar umræður. Að fundinum loknum áritar Norberg bók sína. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Hér er viðtal við Norberg um bókina og um stjórnmálaviðhorfið um þessar mundir: